12/12/2024

Þungfært í Árneshrepp, hálka á Arnkötlu

Fallegt haustveður er nú á Hólmavík. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er hálka og éljagangur á nýja veginum um Arnkötludal og einnig er hálka á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir eru á Ennishálsi og í Bitru og við norðanverðan Steingrímsfjörð. Krap og snjór er á veginum um Bassastaðaháls og þungfært úr Bjarnarfirði að Gjögri. Vegur er auður við sunnanverðan Steingrímsfjörð og í Kollafirði samkvæmt Vegagerðarvefnum.