22/12/2024

Þorrablót á Reykhólum

Þorrablót verður haldið í íþróttahúsinu á Reykhólum laugardaginn 23. janúar næstkomandi og fékk vefurinn strandir.saudfjarsetur.is senda kynningu frá nefndinni ef
Strandamenn hefðu áhuga á að efla kynnin við nágranna sína. Á boðstólum verður
úrvals þorramatur að hætti Árna í Bjarkalundi, en síðan sér hljómsveitin Vítamín
um fjörið. Miðapantanir þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 21. janúar
hjá Bjarna s. 865-1841 eða Rannveigu í s. 894-1227 og 434-7701. Húsið opnar kl.
20:00, en borðhald hefst hálftíma siðar. Aldurstakmark er 16 ár.


Forsala miða verður í anddyri íþróttahússins á Reykhólum fimmtudaginn 21.
jan. frá kl. 18:00-20:00. Miðaverð í forsölu er 4.900.- en eftir það 5.500.-.
Verð eingöngu á dansleik er kr. 2.500.-