26/12/2024

Thorp ehf kynnt á súpufundi

thorpehf

Á súpufundi í pakkhúsinu á Café Riis í dag sagði Þorgeir Pálsson frá fyrirtæki sínu Thorp ehf sem hefur höfuðstöðvar á Hólmavík. Ágæt mæting var á fundinn og fyrirlesturinn var líflegur og skemmtilegur. Fyrirtækið Thorp sinnir margvíslegri ráðgjöf, einkum í tengslum við nýsköpun og atvinnuþróun, sjávarútveg og ferðaþjónustu, auk þess sem Þorgeir sinnir kennslu á háskólastigi og heldur námskeið í menningarlæsi. Það er Þróunarsetrið á Hólmavík sem stendur fyrir súpufundum á fimmtudögum í vetur og þeim sem vilja halda kynningu tengda atvinnulífi, menningu og mannlífi er bent á að hafa samband við Jón Jónsson eða Þorgeir Pálsson en þeir hafa umsjón með fundaröðinni.