27/04/2024

Andarnefja í öll mál

Fyrir nokkru sögðum við frá því hér á vefnum að hval hefði rekið á Gálmaströnd. Þar var um að ræða andarnefju sem virtist dauð fyrir allnokkru. Síðan þá hefur verið veisla hjá margvíslegum fuglategundum á ströndinni og hvalur í öll mál. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á suðurleið á dögunum og ákvað að huga að því hvernig mávunum gengi að hreinsa af beinunum og kíkti niður í fjöru með myndavélina. Með í förinni var tékkneskur ferðalangur og ljósmyndari sem komið hafði á puttanum til Hólmavíkur með það að markmiði að skoða Galdrasýninguna. Ekki er víst að myndirnar hér fyrir neðan auki mönnum matarlyst, þótt fuglar og hverskyns hræætur séu alsæl.

Eldri fréttina af hvalnum má nálgast undir þessum tengli.

Andarnefjan smakkast greinilega ágætlega – ljósm. Jón Jónsson