Þjóðhátíðardagurinn 17. júní verður að venju haldinn hátíðlegur á Ströndum. Á Hólmavík stendur Ungmennafélagið Geislinn fyrir skemmtun og byrjar undirbúningur við íþróttamiðstöðina kl. 11:00. Síðan verður farið í skrúðgöngu niður á Galdratún og lagt af stað kl. 11:30. Þar verða hátíðarhöldin, fjallkona, tónlistaratriði og hoppukastalar.
Síðar um daginn verður þjóðhátíðarkaffihlaðborð á boðstólum á Sauðfjársetrinu í Sævangi og stendur það frá kl. 14:00-18:00. Verð á hlaðborðið er 2.000.- fyrir 13 ára og eldri, 1.300.- fyrir 7-12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is mælir með því að fólk fagni Þjóðhátíðardeginum, hittast yfir góðum kaffibolla, gæði sér kökum og kræsingum og spjalli saman um daginn og veginn.