12/12/2024

Þjóðhátíðarhlaðborð í Sævangi

dÁ morgun, þjóðhátíðardaginn 17. júní, verður haldið veglegt kaffihlaðborð í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Hlaðborðið opnar kl. 14:00 og stendur yfir til kl. 18:00. Handboltaáhugamenn þurfa ekki að örvænta þar sem Ísland – Makedónía verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu í kaffistofunni. Starfsmenn setursins hafa að undanförnu staðið í ströngu við að útbúa tertur sem ættu meira að segja að koma fastagestum setursins á óvart. Ókeypis aðgangur verður að sögusýningunni Sauðfé í sögu þjóðar allan daginn sem og að sérsýningu um Alfreð Halldórsson á Kollafjarðarnesi.