11/10/2024

Það verður hægt að skauta næstu daga

Skautasvellið við Galdrasafnið er komið í samt lag aftur eftir hræringar í veðrinu undanfarnar vikur. Það spáir áfram frosti í dag og á morgun en á föstudaginn á að fara að hlýna. Það er því um að gera að bregða sér á skauta á meðan færi er og njóta útiverunnar. Svellið hefur nú verið í notkun í tvo mánuði og fjöldi fólks á öllum aldri hefur dregið fram skautana og margir sýnt talsverða kunnáttu á þeim.