11/09/2024

Tannhvöss tengdamamma?

Ásdís Jónsdóttir á góðan séns á að ná Jóni Jónssyni að stigum í tippleik strandir.saudfjarsetur.is. Til þess þarf hún þó að yfirstíga erfiða hindrun, en mótherji hennar þessa leikviku er enginn annar en tengdasonur hennar – Haraldur V.A. Jónsson, smiður, trésmiðjueigandi og oddviti á Hólmavík. Haraldur varð þekktur fyrir lipra takta með Geislanum í fjórðu deildinni í den, en hefur snúið sér að hamrinum og pólitíkinni í seinni tíð. Spár þeirra Ásdísar og Hadda eru svipaðar að mörgu leyti en sex leikir skilja þó í sundur. Haddi spáir meðal annars því að Liverpool kræki í stig á útivelli gegn væntanlegum meisturum Chelsea og grípur til smíðakunnáttunnar í síðasta leiknum, en þar hrynja milliveggir og Millwall tapar. Spárnar og umsagnir má sjá hér fyrir neðan:

1. Chelsea – Liverpool

Ásdís: Hef orðið ofstækisfulla trú á Chelsea. Tákn: 1.
 
Haddi: Þetta verður jafntefli. Chelsea þarf ekki meira. Tákn: X.

+++
2. Everton – Birmingham

Ásdís: Everton krassar Birmingham. Tákn: 1.
 
Haddi: Everton er í sókn eftir slæma byrjun í deildinni og vinnur. Tákn: 1.
 
+++

3. Portsmouth – Sunderland

 
Ásdís: Portsmouth kemur til með að vinna mér til mikillar gremju. Tákn: 1.
 
Haddi: Sunderland er á hraðri niðurleið, Portsmouth vinnur. Tákn: 1.
 
+++

4. Newcastle – W.B.A.

 
Ásdís: Þarna greip ég gömlu aðferðina – Galdrasteinana. Tákn: 1.

Haddi: Shearer meiddur, Owen líka. Newcastle menn vinna samt. Tákn: 1.
 
+++
5. Sheff.Wed. – Reading
 
Ásdís: Enginn miðvikudagur. Reddíng reddar þessu í hel. Tákn: 2.

Haddi: Íslendingarnir verða í stuði. Tákn: 2.
 
+++
6. Luton – Sheff. Utd.

Ásdís: Einhvern veginn finnst mér þessi lið ekki nógu flott. Heimasigur. Tákn: 1.
 
Haddi: Sheff.Utd. þeir ætla líka að vera í stuði. Tákn: 2.
 
+++

7. Q.P.R. –  Watford

 
Ásdís: Drottningarvöllurinn er ekki í lagi. Tákn: X.
 
Haddi: Fyrrverandi drengir Eltons J. vinna. Tákn: 2.
 
+++
 
8. Leeds – Crewe
 
Ásdís: Aldrei heyrt þetta Crewe nefnt. Grefillinn sjálfur. Tákn: 1.
 
Haddi: Leeds er farið að langa í úrvalsdeild, þeir fara í umspil. Vinna þennan leik. Tákn: 1.
 
+++

9. Hull – Preston

 
Ásdís: Látum prellana tapa. Tákn: 1.
 
Haddi: Preston langar líka í úrvalsdeild og í umspil. Tákn: 2.
 
+++

10. C. Palace – Southampton

 
Ásdís: Crystallinn klingir en Southampton skítfellur. Tákn: 1.
 
Haddi: Kristallarnir hafa betur. Tákn: 1.
 
+++

11. Wolves – Brighton
 
Ásdís: Úlfarnir sigra… ekki spurning. Tákn: 1.
 
Haddi: Úlfarnir verða grimmir og vinna. Tákn: 1.
 
+++
12. Cardiff – Norwich
 
Ásdís: Ææ þar er uppáhaldsliðið mitt í vondum málum. Tákn: 1.
 
Haddi: Þetta verður bara miðjumoð. Tákn: X.
 
+++

13. Millwall – Burnley

 
Ásdís: Oh gott þetta er búið… Guð láti gott á vita. Tákn: 1.
 
Haddi: Milliveggirnir hrynja og Burnley fer með sigur. Tákn: 2.