24/11/2024

Sýning í Austurhúsinu um Spánverjavígin 1615

Í dag var opnuð sýning á Galdrasýningu á Ströndum um Spánverjavígin 1615 en um haustið það
ár brotnuðu þrjú spönsk skip í Reykjarfirði á Ströndum í áhlaupsveðri. Vestfirðingar undir
forystu Ara sýslumanns í Ögri fóru að skipbrotsmönnunum og myrtu þá. Mál þetta
er kallað Spánverjavígin og er talið eitt mesta grimmdarverk Íslandssögunnar.
Síðastliðið sumar var haldið alþjóðlegt málþing á Snjáfjallasetrinu í Dalbæ á
Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp um margvísleg samskipti Íslendinga og Baska í upphafi 17. aldar og þessi sýning var sett upp í tilefni af þinginu. Þetta er
spjaldasýning og er hönnuð af Ólafi J. Engilbertssyni forstöðumanni
Snjáfallaseturs. Hluti af Austurhúsinu svokallaða á Galdrasafninu á Hólmavík
er notað undir sýninguna og hefur verið tekið lítilsháttar í gegn af tilefninu.

Sýning Snjáfjallasetursins um Spánverjavígin var unnin í samstarfi við
Strandagaldur, Náttúrustofu Vestfjarða, Vestfirði á miðöldum og Sögufélag
Ísfirðinga.