Það hefur viðrað vel á Hólmavík síðustu daga, verið tiltölulega bjart og fallegt. Hér gefur að líta nokkrar myndir sem teknar hafa verið síðustu daga á rölti um bæinn og í nágrenni hans. Það er ekki ofsagt að bæjarstæði Hólmavíkur er fallegt, klettaborgirnar setja skemmtilegan svip á þorpið. Framkvæmdir eru í gangi í gamla bænum, þar er að rísa nýtt hús að Höfðagötu 5. Og það er kominn málaður gluggi á bakhliðina á handverkshús Strandakúnstar, nýjasta útilistaverkið á Hólmavík. Og margir komast í jólastemmingu þegar búið er að kveikja á stóra jólatrénu við Hafnarbrautina.
Frá Hólmavík í desember 2013 – ljósm. Jón Jónsson