11/09/2024

Húsbíll í klandri á Tröllatunguheiði

Það er stundum stutt á milli fölskvalausrar gleði og tómra leiðinda þegar ferðast er um landið. Það á ekki síst við þegar menn taka þá áhættu að keyra utan vegar, en eins og margir vita er slíkur akstur óheimill. Erlendum ferðamönnum sem áttu leið um Tröllatunguheiði fyrr í dag á heljarstórum húsbíl hefur að öllum líkindum ekki verið kunnugt um þessa reglu, enda fór svo að þeir pikkfestu bílinn eftir að hafa farið út á ómerktan troðning skammt sunnan við Miðheiðarvötnin svokölluðu. Litlu hefur mátt muna að illa færi því bifreiðin hallaðist talsvert mikið á vinstri hlið. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is átti leið hjá og tók myndir á vettvangi.

Atvik sem þetta er þörf áminning til fólks um að aldrei er of varlega farið og í raun skólabókardæmi um hvernig á ekki að haga akstri um landið. Ævintýraför eins og sú sem ferðamennirnir á Tröllatunguheiði lögðu í nú fyrr í dag er ekki aðferðin sem á að beita til þess að komast heill heim og það verður að teljast ankringisleg hugmynd að láta sér detta í hug að keyra torfæruslóða eins og þennan. strandir.saudfjarsetur.is óska ferðalöngum um allt land góðrar ferðar og hvetur þá til að keyra varlega hvar sem þeir eru staddir.

Bíllinn var af stærri gerðinni

frettamyndir/2006/580-husbill-utaf.jpg

frettamyndir/2006/580-husbill-utaf4.jpg

Ljósm. Arnar S. Jónsson