12/09/2024

Heilbrigðisstofnunin Hólmavík á fjáraukalögum

Á breytingatillögu stjórnarþingmanna við fjáraukalög 2006 er lögð til 16,3 milljóna fjárveiting til Heilbrigðisstofnunarinnar Hólmavík. Er þetta í samræmi við niðurstöður reiknilíkans, en fjárveitingar til heilbrigðisstofnana verða reiknaðar eftir því líkani frá og með næsta ári. Í einstaka tilvikum þar sem umtalsverður munur er á fjárheimildum og niðurstöðu reiknilíkans er lagt til að niðurstöður þess verði látnar ná til nokkurra fyrri ára til að auðvelda stofnunum að laga rekstur sinn að því.