04/10/2024

Vel heppnuð sviðaveisla í Sævangi

IMG_9504 (2)

Bráðskemmtileg sviðaveisla var haldin í Sævangi á fyrsta vetrardag, en Sauðfjársetrið hefur nú staðið fyrir slíkum veislum fjögur ár í röð. Þar var margvíslegt ljúfmeti á borðum, heit svið, reykt og söltuð svið, sjóðheitar sviðalappir, sviðasulta úr venjulegum sviðum og reyktum sviðum, með öllu því sem tilheyrir. Skemmtiatriði voru ekki amaleg heldur, Viðar Guðmundsson var veislustjóri, Árný Huld Haraldsdóttir ræðumaður kvöldsins og Snorri Hjálmarsson á Fossum söng við undirleik Viðars. Bingó, fjöldasöngur og vísnagátur voru einnig til skemmtunar að venju. Fullt hús var á sviðaveislunni í Sævangi, rúmlega 100 manns.  Myndirnar tók Jón Jónsson.

 IMG_9526 (2) IMG_9541 (2)IMG_0005 (2) IMG_0018 (2)