07/05/2024

Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra

Hersetan

Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina HERSETAN Á STRÖNDUM OG NORÐURLANDI VESTRA, eftir Friðþór Eydal. Í henni er greint frá liðsveitum, dvalarstöðum, varnarviðbúnaði og öðrum umsvifum breska og síðar bandaríska herliðsins ásamt samskiptum þeirra við heimamenn, loftárásum og öðrum athyglisverðum atburðum.

Reykjaskóli var hersetinn í þrjú ár og allstór liðsafli tók sér bólfestu á Blönduósi. Ítarleg frásögn er af manskæðu sjóslysi á Hrútafirði þar sem 18 hermenn fórust og fundust ekki og ljósi er varpað á missögn um heimsókn söng- og leikkonunnar Marlene Dietrich til Sauðárkróks. Einnig er fjallað um íbúarbragga, búnað og farartæki herliðsins og hvernig þau komust í hendur Íslendinga að styrjöldinni lokinni.

Fjöldi ljósmynda og korta eru í bókinni og hefur margt af því ekki birst áður. Höfundur bókarinnar, Friðþór Eydal, hefur rannsakað umsvið og starfsemi erlendra herja á Íslandi og ritað um það bækur og ritgerðir, ásamt greinum í dagblöð og tímarit.