10/09/2024

Svavar Knútur með tónleika á Restaurant Galdri

580-svavar-knutur1

Svavar Knútur fagnar útgáfu sinnar fjórðu sólóplötu með tónleikum á Restaurant Galdri á Galdrasýningunni á Hólmavík miðvikudaginn 18. nóvember kl. 21:00. Platan ber nafnið Brot. Á tónleikunum mun Svavar flytja nokkur af sínum uppáhalds lögum ásamt lögum af plötunni Brot. Dimma gefur plötuna út, bæði á CD og Vínyl, en einnig sem sérstakan konfektkassa sem inniheldur niðurhalskóða og verður hún að sjálfsögðu til sölu á staðnum á hagstæðu tónleikaverði. Aðgangseyrir er kr. 1.500.