29/03/2024

Árshátíð barnaskólans á Borðeyri

Um sextíu manns mættu á árshátíð barnskólans á Borðeyri sem haldin var þriðjudagskvöldið í síðustu viku. Allir eru velkomnir á þessa hátíð og voru á milli fimmtíu og sextíu prósent íbúa sveitafélagsins þar, en þess ber að geta að einhverjir komu að. Börnin nutu aðstoðar kennara sinna við undirbúninginn og þar hafði greinilega verið lagt í mikla vinnu því börnunum tókst að skapa hina bestu leikhússtemmingu. M.a. setti eldri deildin upp leikþátt úr sögunni Sölku Völku eftir Halldór Kiljan Laxnes, yngri deildin ásamt dagvistunarbörnunum setti upp leikþáttinn Nýju fötin keisarans eftir  H.C. Andersen.

Tónlistin skipaði að vanda stóran sess, eldri og yngri deildir ásamt dagvistunarbörnunum voru með söngleik úr sögunni um gömlu konuna og svínið eftir Herdísi Egilsdóttur. Flest börnin eru að læra á hljóðfæri og spiluðu þau fyrir gesti, bæði ein og sér og í hljómsveit skólans.

Foreldrar tóku líka beinan þátt í hátíðinni, voru tekin upp á svið þar sem lagðar voru fyrir þá þrautir. Alda Sverrisdóttir sá um búninga og aðra leikmuni. Árshátíðinni lauk svo að vanda með veglegri veislu í boði foreldra.

Að sögn Kristínar Árnadóttur skólastjóra þá eru 24 börn alls í skólanum, þar af 11 í dagvistuninni, en þar fjölgaði um einn fyrir skömmu. 

Íbúum Bæjarhrepps fjölgaði um fjögur prósent í byrjun mars, þá flutti ung kona ásamt tveimur börnum til Borðeyrar og rúmum sólarhring síðar fæddist drengur á Kolbeinsá þannig að íbúar Bæjarhrepps munu vera í dag 101 talsins.

 1

Árshátíðin

bottom

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord9.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord8.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord7.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord6.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord5.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord40.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord4.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord38.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord37.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord36.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord35.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord34.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord33.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord32.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord31.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord30.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord3.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord29.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord27.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord26.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord25.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord22.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord21.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord2.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord19.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord18.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord16.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord15.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord13.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord12.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord11.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord10.jpg

hrutafjordur/skolinn2005/580-ars-bord1.jpg

Ljósm. Einar Esrason.