22/11/2024

Súpufundur á Café Riis fimmtudag

Súpufundir á Café Riis á Hólmavík nutu mikilla vinsælda síðasta vetur,
en þar var á dagskránni kynning á fyrirtækjum, félögum og stofnunum sem
starfa á Ströndum. Nú er þráðurinn tekinn upp að nýju og stefnt að
súpufundum í hádeginu á fimmtudögum á Café Riis. Fyrsti
fundurinn er fimmtudaginn 5. nóvember og verður þar spjallað um
fyrirkomulag súpufundanna í vetur og kynnt og rædd hugmyndafræðin í
kring um þá, markmið og tilgangur. Jafnframt verður fjallað um
hina stórskemmtilegu og stórvel heppnuðu atvinnu- og menningarsýningu
Stefnumót á Ströndum sem haldin var í haust.

Framhald þess verkefnis
verður einnig til umræðu á fundinum, sýndar áður óbirtar myndir frá Stefnumótinu og
kallað eftir hugmyndum um næstu skref. Það verða Sigurður Atlason og
Jón Jónsson sem stýra umræðum, vonandi með góðri þátttöku gesta.


venju verður gómsæt súpa á boðstólum og þó ekki væri fyrir annað er
tilvalið að skella sér á Café Riis í hádeginu. Súpufundirnir eru fyrir alla sem áhuga hafa á að mæta, konur og kalla, unga og aldna.