22/12/2024

Sungið fyrir sælgæti

Það er jafnan handagangur í öskjunni á öskudaginn. Þá streyma börnin út á göturnar í þéttbýlinu og rölta milli fyrirtækja og syngja fyrir starfsfólkið, því til hinnar mestu gleði og ánægju. Margvísleg lög voru á dagskránni hjá þeim sem heimsóttu Þróunarsetrið á Hólmavík í dag og jafnvel voru flutt frumsamin ljóð. Allir fengu nammi og gleðin sveif yfir vötnum. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is tók myndir af nokkrum börnum sem sungu fyrir sælgæti á Hólmavík í dag.

0

bottom

frettamyndir/2011/640-oskusongur6.jpg

frettamyndir/2011/640-oskusongur4.jpg

frettamyndir/2011/640-oskusongur2.jpg

Sungið fyrir sælgæti á Hólmavík – Ljósm. Jón Jónsson