22/12/2024

Sundmót og kvennahlaup

Þeir sem hafa gaman af að hreyfa sig hafa nóg við að vera um helgina. Sundmót HSS verður haldið í Gvendarlaug hins góða á morgun, laugardag og hefst stundvíslega kl. 13:30. Kvennahlaup ÍSÍ fer líka fram í 16 sinn um helgina um land allt og líka á Ströndum. Á Hólmavík er hlaupið frá Söluskálanum og fer tvennum sögum af því í auglýsingum hvenær lagt er af stað – kl. 11:00 eða kl. 14:00. Vegalengdir eru 5 og 10 km. Á Drangsnesi er hlaupið frá Fiskvinnslunni Drangi kl. 11:00 og vegalengdirnar eru 2,5 og 5 km. Í Árneshreppi er hlaupið sunnudaginn 12. júní frá Litla-Felli.


Á miðvikudaginn í næstu viku verður síðan haldið Pollamót HSS í knattspyrnu og verður það kynnt betur hér á vefnum þegar nær líður.