11/09/2024

Sundlaugin á Drangsnesi

Sundlaugin á Drangsnesi var opnuð um helgina, laugardaginn 9. júlí. Mættu margir til að skoða mannvirkið og fara í sund og gekk þessi fyrsti dagur mjög vel að sögn Guðbjargar Hauksdóttur forstöðumanns sundlaugarinnar. Útlitið fyrir fyrir Bryggjuhátið sem haldin verður um næstu helgi er því mjög gott og vonast er til að margir gestir skelli sér í sund á hátíðinni.

Ljósm. Óskar Torfason