22/12/2024

Sumarvinna í boði


Strandagaldur auglýsir eftir starfsfólki í sumarvinnu á Galdrasafninu á
Hólmavík. Í starfslýsingu kemur fram að starfsfólk skuli taka á móti gestum
sýningarinnar í afgreiðslunni, sjá um afgreiðslu og þjónustu á Kaffi Galdri og
sjá um að halda húsnæði og umhverfi Galdrasafnsins þrifalegu. Farið er fram á
góða tungumálakunnáttu og glaðlegt viðmót. Umsóknarfrestur er til 7. maí. Hægt
er að fylla út umsóknarform sem hægt er að komast á með því að smella hér.
Galdrasafnið er opið daglega frá 1. júní til 15. september frá kl. 10:00-18:00.
Þangað koma þúsundir gesta af öllum þjóðernum á hverju ári. Allar frekari
upplýsingar gefur Sigurður Atlason í netfanginu galdrasyning@holmavik.is eða í síma
897 6525.