04/10/2024

strandir.saudfjarsetur.is að vakna til lífsins?

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur látið óvenju lítið fyrir sér fara síðustu vikur og fréttaskrif verið stopul í meira lagi. Nú þegar ekki er lengur bjart mest allan sólarhringinn gefst tími í tölvuvinnu og er vonandi að meira lífsmark verði með vefnum á næstunni. Ritstjórn lofar þó engu. Ef allt gengur vel má þó vera að daglegar fréttir verði fluttar hér að nýju og jafnvel gamlar fréttir frá liðnu sumri og auðvitað ekki-fréttir og myndir í bland. Tímaleysi vefjarins og ankringislegt fréttamat ritstjórnar verða áfram helstu sérkenni strandir.saudfjarsetur.is. Allir geta lagt hönd á plóg með því að senda myndir og fréttaskot víðs vegar af Ströndum á strandir@strandir.saudfjarsetur.is.