23/12/2024

Strandamenn vilja halda Unglingalandsmót 2010

Héraðssamband Strandamanna (HSS) sækist eftir að að halda Unglingalandsmót á Hólmavík árið 2010. Á síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar var tekin fyrir beiðni frá formanni HSS um að sveitarstjórn Strandabyggðar gæfi út viljayfirlýsingu í tengslum við þessa ósk HSS. Sveitarstjórnin samþykkti samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga frá slíkri viljayfirlýsingu. Ef af slíku landsmótshaldi verður yrði væntanlega ráðist í mikla uppbyggingu á íþróttamannvirkjum á Hólmavík. Fleiri staðir sækjast eftir að halda Unglingalandsmót 2010, m.a. HSB í Bolungarvík, Ungmennasamband Skagafjarðar og Íþróttafélagið Dímon á Hvolsvelli.