07/11/2024

Strandamenn stöðugir í trúnni

KaldrananeskirkjaSamkvæmt tölum Hagstofunnar eru átta sóknir sem tilheyra Hólmavíkurprestakalli. Fjöldi sóknarbarna í þessum átta sóknum er samtals 658 og þar af eru 629 í þjóðkirkjunni eða 95,6%. Á landsvísu eru um 82,1% í þjóðkirkjunni og hefur hlutfallið lækkað mjög síðustu ár, þannig að Strandamenn eru býsna fastheldnir á lútherskuna. Sóknirnar undir Hólmavíkurprestakalli eru mjög misjafnlega mannmargar. Þannig eru 398 íbúar í Hólmavíkursókn, 78 í Drangsnessókn, 64 í Kollafjarðarnessókn, 50 í Árnessókn, 27 í Óspakseyrarsókn, 23 í Kaldrananessókn, 11 í Melgraseyrarsókn og 7 í Nauteyrarsókn. Í Prestbakkasókn sem fellur undir Melstaðarprestakall eru 94.

Í tveimur sóknum tilheyra öll sóknarbörnin þjóðkirkjunni, Árnessókn og Óspakseyrarsókn. Lægsta hlutfall sóknarbarna í þjóðkirkjunni á þessu svæði er í Kaldrananessókn þar sem 19 af 23 eru í þjóðkirkjunni eða 82,6% sem er nálægt landsmeðaltali.