22/12/2024

Strandamaður setur Íslandsmet

Sigrún Soffía Sævarsdóttir á Borðeyri setti á dögunum Íslandsmet í spjótkasti 13 ára telpna, á Meistaramóti Íslands 12-14 ára sem haldið var á Sauðárkróki 19.-20. águst síðastliðinn. Hennar lengsta kast var 31,66 metrar og átti hún einnig annað og þriðja lengsta kastið í sínum aldursflokki á mótinu. Sigrún sem keppti fyrir USVH á mótinu keppti einnig í 100 metra hlaupi, kúluvarpi, hástökki og langstökki. Sigrún sem einnig æfir körfubolta af krafti, segist fremur þakka góðri tækni en kröftum, góðan árangri sinn í spjótinu.

Sigrún á verðlaunapallinum