19/09/2024

Stórlúða að landi á Drangnesi

Fyrir nokkru birtum við hér á strandir.saudfjarsetur.is myndir af stórlúðu sem þeir sjóarar Benni og Einar á Gullbjörginni ÍS-666 komu með að landi. Nú hafa þeir krækt í aðra slíka, en þann 6. sept komu þeir aftur með stóra lúðu að landi á Drangnes. Þeir lögðu lúðulóð um daginn við Stóraboðann eða þar fyrir utan og fengu þessa einu lúðu sem vigtaði 104 kíló slægð. "Þetta er lyginni líkast," sagði Einar skipstjóri,  "að fá svona stóra lúðu aftur á stuttum tíma."   

Gullborgin kemur með lúðuna að landi – ljósm. Árni Þór Baldursson