05/10/2024

Félagsvistin í kvöld færð til Hólmavíkur

SauðfjárseturFélagsvist sem Sauðfjársetur á Ströndum stendur fyrir og halda átti í Sævangi í kvöld hefur nú verið færð í Félagsheimilið á Hólmavík vegna rafmagnsbilunar í Sævangi. Hefst spilavistin kl. 20:15 til að þeim sem mæta í Sævang gefist færi á að bruna til Hólmavíkur. Um er að ræða þriggja kvölda spilavist sem verður þrjá næstu föstudaga, en vegleg verðlaun eru í boði öll kvöldin að sögn Arnars S. Jónssonar framkvæmdastjóra setursins. Aðgangseyrir er 500 krónur á hvern spilakappa.