22/12/2024

Strandamaður ársins valinn í sjötta sinn

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur nú ákveðið að standa fyrir kosningu á Strandamanni ársins sjötta árið í röð. Tilgangurinn með því er að vekja fólk til umhugsunar um allt það sem vel er gert í samfélaginu. Gefst tækifæri til að skila inn tilnefningu fram að klukkan 12:00 á hádegi föstudaginn 15. janúar. Þeir sem vilja tilnefna Strandamann ársins 2009 fylla út formið sem er að finna undir þessum tengli eða undir tengli hér vinstra megin þar sem þeir tilgreina hver fær þeirra atkvæði og hvers vegna. Allir Strandamenn nær og fjær eru hvattir til að taka þátt, en í síðari umferð verður valið á milli þeirra þriggja sem flestar tilnefningar fá.

Strandamaður ársins hefur verið valinn fimm sinnum á vefnum strandir.saudfjarsetur.is, en fyrsta árið var valið unnið í samvinnu við blaðið Fréttirnar til fólksins og árin 2008 og 2009 í samvinnu við Gagnveg, enda átti Kristín S. Einarsdóttir hugmyndina að þessum skemmilega leik. 

Þeir sem hafa verið valdir eru Sverrir Guðbrandsson eldri árið 2004, Guðbrandur Einarsson frá Broddanesi var Strandamaður ársins 2005, Sandra Dögg Guðmundsdóttir á Drangsnesi var kjörin árið 2006, hjónin Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir á Drangsnesi unnu kosninguna árið 2007 og Strandamaður ársins 2008 var Ingibjörg Sigvaldadóttir frá Svanshóli.