22/12/2024

Strandagangan framundan

Skráning er hafin í Strandagönguna 2006 sem haldin verður um næstu helgi, laugardaginn 11. mars. Keppnin er stærsta skíðagöngumót vetrarins á Ströndum og hluti af Íslandsgöngunni. Eins og staðan er í dag er útlit fyrir að gangan verði haldin á Steingrímsfjarðarheiði, en þar er nægur snjór. Hægt er að fylgjast með veðri og snjóalögum í vefmyndavél Vegagerðarinnar sem er á heiðinni. Verðlaunaafhending fer síðan fram á Hólmavík og þar verður einnig haldið kaffiboð fyrir starfsfólk og keppendur. Þetta er í tólfta sinn sem Strandagangan er haldin.

Skráningar skal senda á mundipal@holmavik.is. Með skráningunni þurfa að koma fram upplýsingar um nafn og heimilisfang, hérað sem keppt er fyrir, fæðingarár og vegalengd. Nánari upplýsingar um göngunna er að finna á heimasíðu Strandagöngunnar www.blog.central.is/strandagangan.