09/09/2024

Björgunarsveitir og rjúpnaveiðimenn gera sig kára

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun föstudaginn 29. október og stendur til 5. desember. Á þessum tíma eru veiðar heimilaðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Bent er á að á Ströndum er allt landsvæði í einkaeigu og enginn almenningur þar sem veiði er heimil án leyfis landeiganda, hvorki á heiðum uppi eða fram til dala. Á mörgum jörðum á Ströndum er rjúpnaveiði alfarið bönnuð, en alls staðar þarf leyfi. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur rjúpnaveiðimenn til að fara sér ekki að voða og gæta hófs í veiðimennskunni. Sölubann er í gildi á rjúpu og öllum rjúpnaafurðum.