29/05/2024

Strandabyggð setur reglur um minni styrkveitingar

645-seidurunnin

Á vef Strandabyggðar kemur fram að í lok ársins 2015 voru samþykktar reglur um styrkveitingar hjá Strandabyggð, en nú ber umsóknaraðilum að skila inn styrkumsóknum samkvæmt ákveðnum reglum sem finna má á vef sveitarfélagsins og á viðeigandi umsóknareyðublaði, ýmist fyrir 1. febrúar eða 1. september ár hvert. Sveitarstjórn mun síðan fara yfir allar umsóknir sem borist hafa. Ef sótt er um styrk umfram 100.000.- skal leitað eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið.