23/04/2024

Kvennakórinn Norðurljós stendur fyrir Rekstrasjón

645-nordurljosasongur2

Kvennakórinn Norðurljós ætlar næstkomandi sunnudag að halda Rekstrasjón í félagsheimilinu á Hólmavík. Rekstrasjón var heiti yfir skemmtanir sem oft voru haldnar um miðjan dag á sunnudögum en þar var dansað og boðið upp á kaffiveitingar. Nú ætlar kvennakórinn að bjóða upp á þannig skemmtun milli kl. 16 og 18 sunnudaginn 24. janúar. Gulli Bjarna og Guðmundur Ragnar spila á nikkurnar, Steini Fúsa stjórnar rosalegu bögglauppboði og kaffiveitingar verða til sölu á vægu gjaldi. Skemmtunin er fyrir allan aldur og er miðaverðið 1000 kr. f. fullorðna, 500 kr. F. 10-17 ára og frítt inn fyrir yngri.  Ekki er tekið við kortum.