22/12/2024

Strandabyggð óskar eftir ábendingum íbúa um hagræðingu

Sveitarstjórn Strandabyggðar vinnur nú að gerð fjárhagsáætlana fyrir árið 2011. Hefur hún í tengslum við þá vinnu óskað eftir ábendingum frá íbúum Strandabyggðar um hvar megi hagræða og spara í rekstri sveitarfélagsins – og hvar ekki. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að eftir að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og áætlanir Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga voru lagðar fram í október sé ljóst að sveitarfélög á Íslandi þurfi að hagræða í rekstri sínum. Hægt er að senda ábendingar í gegnum þar til gert form á vefnum eða á netfangið holmavik@holmavik.is.

Einnig er hægt að senda tillögur í pósti til skrifstofu Strandabyggðar, Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík fyrir 1. desember 2010.