04/10/2024

Myndir frá karaoke-keppni Café Riis

kar22

Það ríkti gríðarleg gleði á árlegri karaoke-keppni Café Riis sem haldin var í Bragganum á Hólmavík um síðustu helgi. Alls voru sjö flytjendur sem kepptu og allt að sjö keppendum sem stigu á svið í einu lagi. Hverjir flytjendur fluttu tvö lög og voru atriðin mjög fjölbreytt og hvert öðru skemmtilegra. Að vanda var töluvert lagt upp úr búningum, sviðsframkomu og leikrænum tilþrifum við flutning laganna. Troðfullt hús var á skemmtuninni og kusu gestir sigurvegara og skemmtilegasta atriðið. Það voru Sylvía Rós Bjarkadóttir og Agnes Jónsdóttir sem sigruðu að þessu sinni og fögnuðu ógurlega á meðan þær fluttu sigurlag í lokin. Í öðru sæti urðu Gunnar Arndís Halldórsdóttir og Árdís Rut Einarsdóttir. Skemmtilegasti flytjandinn var kosinn Ingibjörg Emilsdóttir sem m.a. söng eigin frumsaminn íslenskan texta um háhraðanet og ýsukvóta við lagið Wrecking ball og naut aðstoðar Birnu Karenar Bjarkadóttir og Ásdísar Jónsdóttur við flutninginn.

kar2

kar14 kar13 kar12 kar5 kar6 kar7 kar8 kar9 kar10 kar11  kar4kar3

kar15 kar16 kar17 kar18 kar19 kar20 kar21 kar23

kar1

Karókí-keppni Café Riis í Bragganum á Hólmavík 2014 – ljósm. Jón Jónsson.