25/04/2024

Á skammri stund …

IMG_3273

Veturinn nam land á Ströndum í gær, eins og víðar, vonandi þó aðeins tímabundið. Veðrabrigðin voru býsna mikil yfir daginn, eins og sést á meðfylgjandi myndaröð sem tekin var út um glugga á Þróunarsetrinu á Hólmavík. Efsta myndin er tekin kl. 9:00 í gærmorgun, en þá var ljómandi fallegt veður, bjart og stillt. Skömmu síðar baðaði sólin meira að segja þorpið geislum sínum. Klukkan 12 á hádegi þegar næsta mynd var tekin var hins vegar komið él og byrjað að grána og allt var að verða hvítt þegar þriðja myndin var tekin kl. 15:00. Síðan snjóaði töluvert um kvöldið og í nótt og allt var orðið hvítt í morgun. Aftur var þó komið ljómandi fallegt veður, þegar næstsíðasta myndin í syrpunni var tekin kl. 10:00 í morgun og ekki síðra þegar síðasta myndin kom inn kl. 11:00.

IMG_3275 IMG_3276 IMG_3277

IMG_3278

Veturinn kemur til Hólmavíkur – ljósm. Jón Jónsson