23/12/2024

Stórtónleikar á Hólmavík

Framundan eru stórtónleikar í Bragganum á Hólmavík fimmtudagskvöldið 6. september, sem enginn má missa af. Þar munu söngkonurnar Margrét Eir, Hera Björk, Regína Ósk og Heiða Ólafs syngja við undirleik Kjartans Valdimarssonar. Hefjast tónleikarnir kl. 20:00 og aðgangseyrir er 2.000.- kr. Flutt verður mjög fjölbreytt prógramm og skemmst er frá því að segja að alltaf þegar þessi ágæti hópur hefur komið fram saman hefur verið fullt út úr dyrum og mikill fögnuður tónleikagesta. Þetta er í fyrsta sinn sem "hljómsveitin" spilar á Vestfjarðakjálkanum.