Þrátt fyrir aukið atvinnuleysi á landsvísu eru störf í boði á Ströndum, eins og fram kemur í auglýsingum hér á strandir.saudfjarsetur.is. Þannig hefur Fiskvinnslan Drangur auglýst eftir starfsfólki í saltfiskvinnslu og að sögn Óskars Torfasonar vantar að minnsta kosti tvo starfsmenn í almenn störf, snyrtingu og pökkun og því um líkt. Húsnæði er í boði á staðnum ef með þarf, en umsóknareyðublað má nálgast hér og senda útfyllt í tölvupósti á drangur@snerpa.is. Þá hefur Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík auglýst eftir kaupfélagsstjóra, en slíkur gegnir stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hagvangur sér um ráðningar þar og er frestur til að sækja um til 30. nóv.