08/10/2024

Heildsölusýning á handverki og listiðnaði

Vaxtarsamningur Vestfjarðaætlar að halda heildsölusýningu á vestfirsku handverki og listiðnaði í byrjun maí 2007 í samstarfi við Handverk og hönnun. Þetta er í fyrsta sinn, að sýning af þessu tagi verður haldin á Vestfjörðum, en stefnt er að því að tengja sýninguna við aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða sem fram fer á Tálknafirði helgina 4.- 6. maí 2007. Markmiðið með sýningunni er að hvetja til nýsköpunar og vöruþróunar og að auka fjölbreytni á minjagripamarkaði á Vestfjörðum.

Sýningin er jafnframt tækifæri fyrir fólk til að koma vörum sínum á framfæri við smásöluaðila, sýningin er ekki opin almenningi. Um tilraunaverkefni er að ræða og þátttakan er handverks- og listafólki að kostnaðarlausu. Hver þátttakandi getur komið með allt að 10 mismunandi hluti. Vegna skipulagningar er mikilvægt að tilkynna þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 26. apríl 2007 og sýningagripi ber einnig að senda inn fyrir þann tíma.

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt eru beðnir um að láta vita í síma 450-3000 Dórothea eða Gunna Sigga) eða í tölvupósti dora@atvest.is.