03/01/2025

Stóra upplestrarkeppnin á Hólmavík

Stóra upplestrarkeppnin á Ströndum og Reykhólum, verður haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst klukkan 17:00, fimmtudaginn 31. mars. Um sannkallaða menningarhátíð er að ræða, keppendur eru 17 talsins, frá grunnskólunum á Hólmavík, Reykhólum, Drangsnesi og Borðeyri. Sérstakir gestir hátíðarinnar verða rithöfundurinn Þorsteinn frá Hamri og kona hans Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og lesa þau upp og flytja tónlist. Nemendur úr Tónskóla Hólmavíkur verða einnig með tónlistaratriði. Fulltrúi Radda og formaður dómnefndar verður Baldur Sigurðsson dósent í íslensku á Menntavísindasviði HÍ. Sparisjóður Strandamanna gefur verðlaun í keppninni og foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík sér um kaffiveitingar að keppni lokinni.