10/09/2024

Sjómannadagsfagnaður á Malarkaffi á Drangsnesi

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur Malarkaffi á Drangsnesi sem mun opna fyrir matargesti á laugardagskvöldið 5. júní  kl.19:00. Dýrindis máltíð verður þar í boði. Á matseðlinum verður að finna koníakslagaða fiskisúpa og ofnbakað innralæri ásamt gómsætri franskri súkkulaðiköku í eftirrétt með vanilluís og rjóma. Trúbadorinn Skundi litli mun síðan sjá um að skemmta fólki fram eftir nóttu. Verð á mat og skemmtun er kr. 6.300 og miðaverð á skemmtun aðeins 1.000 kr.  Á gistiheimilinu Malarhorni er annars vegar boðið upp á að leigja hús með fjórum svefnherbergjum og eldhúsi og hins vegar tveggja manna herbergi með snyrtingu og sturtu í tíu herbergja húsi. Allar nánari upplýsingar fást í símum 451 3238 eða 899 4238.