22/11/2024

Steinhúsið lagfært

Það styttist í að Steinhúsið á Hólmavík verði á ný eitt af glæsilegustu húsum bæjarins, en unnið hefur verið að endurbótum á því í vor og sumar. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is rakst á Sævar Benediktsson á dögunum þar sem hann var að gera klárt fyrir málningarvinnu, en dætur hans Guðfinna og Sigrún keyptu húsið fyrir nokkru. Steinhúsið er elsta steinsteypta húsið á Hólmavík. Það er reist 1911 og viðbyggingin með svölunum var steypt um 1928. Verslun var lengi rekin í húsinu og síðan gisting frá því um 1962 og fram á síðasta áratug 20. aldar.

bottom

frettamyndir/2007/580-steinhusid2.jpg

Húsið verður hið glæsilegasta og mun setja mikinn svip á gamla bæinn á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson