27/04/2024

Bundið slitlag við brýr í Kollafirði

300-bundid-slitlagVegagerðin og verktakar hennar eru búnir að leggja bundið slitlag á nokkra mikilvæga metra af Djúpvegi (nr. 61) um Kollafjörð á Ströndum. Bundið slitlag var lagt við einbreiðu brýrnar yfir Fellsá, Þrúðardalsá og Broddadalsá og einnig við ristarhlið á Broddaneshlíð. Við allar þessar brýr hafa myndast margar og djúpar holur í veginn, rétt við innkeyrsluna á brýrnar, og verið vandamál í gegnum tíðina, skemmt dekk og skapað hættu. Því er um töluverða vegabót að ræða.

Einbreiðar brýr á Djúpvegi frá Brú í Hrútafirði að Hólmavík eru 13 alls á 115 km kafla. Auk brúnna yfir Þrúðardalsá, Fellsá og Broddadalsá í Kollafirði eru einbreiðar brýr yfir Heydalsá, Miðdalsá og Hrófá í Steingrímsfirði, Krossá, Tunguá og Þambá í Bitrufirði og Víkurá, Hvalsá, Bakkaá og Laxá í Hrútafirði. Einbreiðu brýrnar yfir þessar ár eru allar á bundnu slitlagi nema yfir Heydalsá í Steingrímsfirði og Hvalsá í Hrútafirði en farið hefur verið í samskonar aðgerð við Hvalsá og nú var gert í Kollafirðinum.