23/12/2024

Stefnt að því að sameina stofnanir

Um síðustu helgi var Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið í Bolungarvík og hittust þar sveitarstjórnarmenn af öllum kjálkanum til skrafs og ráðagerða. Meðal þess sem ákveðið var á þinginu er að skipaður verður starfshópur sem á að fjalla um hugsanlega sameiningu
Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Vaxtarsamnings Vestfjarða, Menningarráðs Vestfjarða, Markaðsstofu
Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Er þá hugmyndin að um eina stofnun verði að ræða sem ynni að nýsköpun, atvinnuþróun og byggðamálum, með einni stjórn og einum framkvæmdastjóra.


 
Starfshópnum er ætlað að vinna hugmyndavinnu um hugsanlegt fyrirkomulag og á að leggja hana fyrir aukaþing Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið
verður í lok október.