04/10/2024

Lokahóf á Malarkaffi á Drangsnesi

Laugardaginn næstkomandi, þann 3. september, verður Indverskt/Pakistanskt kvöld á Malarkaffi á Drangsnesi. Það verður Indverskt og Pakistanskt hlaðborð þar sem boðið verður uppá súpu, fisk, lamba og kjúklingarétt ásamt tilheyrandi meðlæti.

Borðhaldið hefst klukkan 20:00 og kostar 2900 krónur á mann.

Vinsamlegast tilkynnið komu ykkar í síma 692-5607. Happy “hour” verður svo á milli 18:00 – 23:00 (Tveir fyrir einn á bjór) og verður diskó tónlist í tækinu frammeftir kveldi. Hljómsveitin Kraftlyfting mun svo leika fyrir dansi frá klukkan 23:00 – 03:00 og kostar 800 krónur á dansleikinn.