23/12/2024

Starfsemi Drangs ehf

Húsnæði Drangs á DrangnesiGóður afli barst til vinnslu hjá fiskvinnslunni Drangi ehf. á Drangsnesi um síðustu helgi þegar loks gaf á sjó. Þar sem tíðarfarið hefur verið mjög umhleypingasamt í haust og vetur hefur verið erfitt að sækja sjóinn. Hefur fiskur til vinnslu þar af leiðandi verið minni en æskilegt hefði verið. Vonast menn nú til að vindar fari að stillast með hækkandi sól. 15 manns vinna nú hjá Drangi ehf. og landa 10 bátar hjá fyrirtækinu. Myndir af starfsmönnum við vinnu sína gefur að líta hér að neðan.