10/09/2024

Spilavist í Árnesi

Ungmennafélagið Leifur heppni í Árneshreppi hélt á dögunum félagsvist í félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík. Spilað var á átta borðum, þannig að þátttakendur hafa verið 32. Bjarnheiður Fossdal á Melum stjórnaði félagsvistinni. Þetta kemur fram á vef Jóns Guðbjörns Guðjónssonar í Litlu-Ávík – www.litlihjalli.it.is.

Ljósm. Jón G.G.