13/09/2024

Sparisjóðurinn og Sjóvá semja

Haft er eftir Torfa Einarssyni útibússtjóra Sjóvár-Almennra á Ísafirði í vefritinu www.bb.is að nú standi yfir samningaviðræður við Sparisjóð Strandamanna um að sjá um alla almenna afgreiðslu fyrir tryggingafélagið á Ströndum. Samskonar samningar munu þegar hafa verið gerðir við Sparisjóð Vestfjarða um afgreiðslu á Patrekfirði, Tálknafirði og Bíldudal. Eins var nýlega gengið frá sams konar samningi við Kvótaumsýsluna í Bolungarvík.