04/10/2024

Einstök veðurblíða í september

Einstök veðurblíða hefur verið það sem af er september á Ströndum og minnir á haustið 2000, hlýir vindar eða logn. Næg tækifæri hafa verið til útivistar og er vonandi að ekki versni veðrið um of nú þegar smalamennskur hefjast af fullum krafti á Ströndum. Fréttaritari rölti um Hólmavík í logninu einn morguninn og tók meðfylgjandi myndir á smábátabryggjunni.

580-holmablida5 580-holmablida4 580-holmablida3 580-holmablida2 580-holmablida1

Hólmavík í september 2010 – ljósm. Jón Jónsson