22/09/2023

Sólstafir að kvöldi 17. júní

Sólstafir yfir Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson/strandir.saudfjarsetur.is

Hátíðahöld gengu að óskum á þjóðhátíðardaginn 17. júní á Hólmavík. Farið var í skrúðgöngu frá Íþróttamiðstöðinni og á galdratúninu voru skemmtiatriði. Það er ungmennafélagið Geislinn sem sér um dagskrána á Hólmavík þann 17. júní. Um 100 manns mættu á þjóðhátíðarkaffihlaðborð á Sauðfjársetri á Ströndum í tilefni dagsins.