14/09/2024

Snörp viðbrögð björguðu Kirkjubóli

Snarræði viðstaddra réði því að ekki varð stórbruni í íbúðarhúsinu á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð í gærkvöldi þegar eldur barst um torfeinangrun í vegg. Húsráðendurnir Jón Jónsson og Ester Sigfúsdóttir hafa undanfarnar vikur verið að vinna að breytingum á húsinu ásamt Jóni Gísla Jónssyni. Fyrr um kvöldið voru Jón og Jón Gísli við framkvæmdir í kjallara hússins. Við framkvæmdirnar hrökk neisti frá slípirokk í einangrunina og barst glóðin nokkuð hratt upp eftir henni inni í veggnum á miðhæð hússins. Þetta gerðist í kringum klukkan hálfsjö.

Fólkið brást snögglega við um leið og eldsins varð vart og strax var hringt á Neyðarlínuna:

"Við reyndum fyrst að sprauta úr nokkrum duftslökkvitækjum inn í vegginn en það hafði lítið að segja. Þá lögðum við til atlögu með stóru sleggjunni hans afa og brutum göt á vegginn þar sem við fundum hita undir og sprautuðum vatni þar inn með garðslöngu."

Það er óhætt að fullyrða að skjót viðbrögð viðstaddra hafi orðið til þess að ekki varð meira tjón en raun bar vitni. Veggurinn sem brotinn var niður er ónýtur og þarfnast mikilla viðgerða. Tjón á innanstokksmunum í stofunni er mikið, aðallega vegna slökkvidufts, vatns og reyks. Húsgögn, gólfefni og rafmagnstæki þar eru flest ónýt. Ljóst er að tjón er verulegt, en að sögn húsráðenda eru þeir vel tryggðir.

Slökkviliðsbíllinn mættur að Kirkjubóli.

Haraldur V.A. Jónsson með exi að rjúfa stofuvegginn sem eldurinn var í.

frettamyndir/2005/580-bruni_kirkjubol7.jpg

Einar Indriðason og Vilhjálmur Sigurðsson að slökkvistörfum.

frettamyndir/2005/580-bruni_kirkjubol4.jpg

Búið að ráða niðurlögum eldsins. Gunnar Logi Björnsson, Bjarki Guðlaugsson og Einar Indriðason varpa öndinni léttar.

frettamyndir/2005/580-bruni_kirkjubol2.jpg

Helsta slökkvigræjan sem Jón og Jón Gísli Jónssynir notuðu til að drepa í glóðinni.

Veggurinn daginn eftir – á þessari mynd sjást skemmdirnar vel.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir og Ásdís Jónsdóttir taka til í stofunni á Kirkjubóli daginn eftir brunann. Mörgum munum og tækjum þarf að henda.

Ljósm. – Jón Jónsson, Ester Sigfúsdóttir og Arnar Jónsson.